Ósýndarheimar, Hafnarborg, samsýning sex listamanna

Litríkt í Hafnarborg

Þær eru ólíkar, en virkilega flottar þær tvær sýningar sem standa yfir í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Í stóra salnum er sýningin Ósýndarheimar, þar sem ungir listamenn, þau Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Meriem Bennani, María Guðjohnsen, Bita Razavi, Helena Margrét Jónsdóttir og Inari Sandell sýna. Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. Viðfangsefnið er aftenging, kvíði og sú glettni sem einkennir þá kynslóð sem nú lifir og hrærist í umhverfi nýmiðlunar. Verkin eru ýmist í stafrænni list, ljósmyndun, hreyfimyndum, raunsæi og ofurveruleika. Hin sýningin Ritaðar myndir, litrík og formfögur sýning Jóhanns S. Vilhjálmssonar. En hann hefur alveg helgað sig myndlist eftir að veiktist alvarlega um sextugt. Sýningastjórar eru Erling T.V. Klingenberg og Jón Proppé. 

Ósýndarheimar í Hafnarborg, Hafnarfirði
Ósýndarheimar, Hafnarborg, sýningin stendur til loka maí
Sýningin Ritaðar myndir
Verk Jóhanns S. Vilhjálmssonar
Hafnarborg, við Strandgötu í hjarta Hafnarfjarðar

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Hafnarfjörður 25/04/2023 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0