Ljós litir & skuggar

Ljós litir & skuggar

Þegar sólin lækkar á lofti, verða skuggarnir meira áberandi, sterkari. Þeir búa til stemningu, gera mynd að mynd. Icelandic Times, Land & Saga átti leið um vesturbæinn og miðbæ Reykjavíkur í góða veðrinu seinnipartinn í gær, vopnaður 35mm linsu, en brennivíddin er líklega sú sem ég nota mest, góð í flest. Það voru margir á ferli í höfuðborginni, ótrúlega margir útlendingar gangandi malbikaðar götur bæjarins á fjallgönguskóm og í útivistarfötum, sem henta betur til fjallaferða en búðarráps. Íslendingarnir voru léttklæddir með bros á vor, enda var dagurinn í gær, líklega besti dagur sumarsins, sem aldrei kom suður til Reykjavíkur. Síðan heldur sumarið norður og austur á land, spáin fyrir næstu viku eru mikil hlýindi þar, meðan suður og suðvesturhornin fær þetta venjulega veður fyrir þetta sumar, þokkalegan íslenskan ágúst hita með úrkomu á köflum. Á degi eins og gær, verður Reykjavík svo litrík, þrátt fyrir langa djúpa skugga.

Hornið á Pósthússtræti og Austurstræti
Sænska sendiráðið við Fjólugötu
Nýlendugata í Vesturbænum
Frá Nýlendugötu í Vesturborginni
Fischersund í Kvosinni

 

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg
Nýlendugata í Vesturbænum

Reykjavík 27/08/2022 : RX1R II : 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson