Ljósadýrð í Reykjavík

Ljósadýrð í Reykjavík

Nú eru starfsmenn Reykjavíkurborgar, stofnanir og fyrirtæki í óða önn að setja upp ljós og skreytingar til að lýsa upp dimmasta tíma ársins, og auðvitað gleðja gesti og gangandi í aðdraganda jólanna. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í miðbæ með myndavél til að festa á filmu stemminguna í Kvosinni, og niður við Reykjavíkurtjörn. Mörgum borgarbúum og gestum finnst borgin aldrei fallegri, meiri stemming en einmitt á þessum tíma árs. 

 

Verið að undirbúa að setja upp ljós á stórt tré fyrir framan skrifstofu Guðna Th. Jóhannessonar, Forseta Íslands.
Þetta fallega tré stendur við Dómkirkjuna á Kirkjutorgi
Hornið á Austurstræti og Pósthússtræti, í rauða húsinu, gamla Pósthúsinu er verið að opna nýja mathöll.
Hornið á Aðalstræti, Hafnarstræti og Vesturgötu, horft vestur Vesturgötuna
Horft austur Austurstræti að Bankastræti

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 16/11/2022 : A7C : FE 2.5/40mm G