Logandi himinn

Logandi himinn

Kleifarvatn er stöðuvatn á Reykjanesskaga, austan við Keili og Fagradalsfjall. Vatnið er tíu km2, og eitt af dýpstu stöðuvötnum Íslands, 100 m djúpt, þar sem það er dýpst. Töluverður jarðhiti er í vatninu, enda liggur það sprungubelti Reykjanesskagans. Rétt norðan og vestan við Kleifarvatn, er Trölladyngja, en þar og í og við Fagradalsfjall hafa verið mestar jarðhræringar síðustu daga. Ef byrjar að gjósa norðan við Kleifarvatn, yrði gosið óþægilega nálægt Hafnarfirði og höfuðborgarsvæðinu. Munnmæli herma að skrímsli á stærð við hnúfubak, svart að lit haldi sig í Kleifarvatni. Ljósmyndari Icelandic Times, varð ekki var við skrímslið í morgun.  

Grýlukerti, en engir jólasveinar við Kleifarvatn í morgunsárið.

Hún var ekki amarleg morgunbirtan sem heilsaði ljósmyndara Icelandic Times við Kleifarvatn í morgun.

 

Kleifarvatn 28/12/2021  11:27 11:14 – A7C & A7RIV : FE 2.5/40mm G & FE 1.8/14mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson