Balknesk sígunalög spiluð á Laugaveginum í heitri vorsólinni

Loksins, loksins

Kalt, það hefur verið óvenjukalt á Íslandi alveg frá áramótum. Þangað til í gær, og ekki seinna vænna, sumardagurinn fyrsti er eftir örfáa daga. Spáin er góð fram á haust, eins og einn veðurfræðingurinn sagði í samtali við RÚV. Hvort það sé satt og rétt skal lagt milli hluta, en fyrir ljósmyndara er þessi tími bæði erfiður, og spennandi. Birtan á þessum árstíma er svo hörð, skuggar blek svartir, og jörðin, gróðurinn ekki komin í sparifötin, allt svo litlaust. Icelandic Times / Land & Saga ákvað að njóta birtunnar og hitastigsins sem er réttu megin við núllið og mynda byggingar og stemmingu í hjarta höfuðborgarinnar í dag, með því að taka góðan göngutúr um miðborgina, með eina myndavél og eina linsu. Því loksins, loksins er sumarið handan við hornið. 

Svensk blå anka, eða sænska bláa öndin, fugl í útrýmingarhættu, sagði fuglaáhugamaður við mig hér við Reykjavíkurtjörn. Aldrei hef ég séð þessa gæsategund fyrr. Hvað þríeykið var að gera, eða á hvaða leið, náði ekki að spyrja þessar sænsku endur. Stofnstærðin í heiminum er bara 282 pör samkvæmt Wiki
Frísbí í Hallargarðinum
Nýbygging Alþingis við Vonarstræti
Hér mætast Laugavegur og Bankastræti
Verk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu við Tryggvagötu frá 1973, stórkostlegt listaverk
Eimreiðin komin á sinn stað, en hún stendur við Reykjavíkurhöfn frá sumarbyrjun og fram á haust

Reykjavík 21/04/2024 : RX1R II –  2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0