Kalt, það hefur verið óvenjukalt á Íslandi alveg frá áramótum. Þangað til í gær, og ekki seinna vænna, sumardagurinn fyrsti er eftir örfáa daga. Spáin er góð fram á haust, eins og einn veðurfræðingurinn sagði í samtali við RÚV. Hvort það sé satt og rétt skal lagt milli hluta, en fyrir ljósmyndara er þessi tími bæði erfiður, og spennandi. Birtan á þessum árstíma er svo hörð, skuggar blek svartir, og jörðin, gróðurinn ekki komin í sparifötin, allt svo litlaust. Icelandic Times / Land & Saga ákvað að njóta birtunnar og hitastigsins sem er réttu megin við núllið og mynda byggingar og stemmingu í hjarta höfuðborgarinnar í dag, með því að taka góðan göngutúr um miðborgina, með eina myndavél og eina linsu. Því loksins, loksins er sumarið handan við hornið.
Reykjavík 21/04/2024 : RX1R II – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson