Hallgrímur Helgason (1959) er ekki bara framúrskarandi rithöfundur, skáld, heldur líka einn af okkar sterkustu myndlistarmönnum. Í Listasafni Reykjavíkur / Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýninging Usli / Havoc yfirlitssýning á ferli myndlistarmannsins. Hallgrímur er áttundi listamaðurinn í sýningarröð Listasafnsins þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. Sýningastjórar eru Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Aldís Snorradóttir. Sýningin er full af sögum sem Hallgrímur vill og þarf að segja. Hann flakkar milli þess persónulega og almenna, bregst við augnablikum, átökum, eða fegurð, teiknar samtímann með sínu nefi. Nefi Hallgríms sem er næmt á stemningu eins og í hans ritverkum. Takk fyrir okkur, Hallgrímur, maður hinna mörgu hatta.
Reykjavík 24/10/2024 : A7CR – FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson