Horft út Mjóafjörð

Magnaður og mjór – Mjóifjörður

Mjóifjörður er einstaklega fallegur fjörður, milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á miðju Austurlandi. Í firðinum sem er 18 km langur, búa 14 einstaklingar, en fjörðurinn, og auðvitað íbúarnir eru hluti af fjölmennasta sveitarfélagi á Austurlandi, Fjarðarbyggð. Það var fjölmennara í Mjóafirði á árum áður. Árið 1900 reistu Norðmenn þar stærstu hvalveiðistöð í heiminum í utanverðum firðinum. Þar störfuðu rúmlega 200 manns, á fyrsta áratug síðustu aldar. Vegurinn yfir Mjófjarðarheiðina, er einstakur, mjög hrikalegur, en hann er ekki opinn nema rúmlega fimm mánuði á ári, vegna snjóþyngsla. Einu samgöngurnar lungað úr árinu í fjörðinn, er áætlunarbátur sem gengur þrisvar í viku milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar í Norðfirði, langt er að bryggju í Brekkuþorpinu í Mjóafirði. Það er alltaf gaman að heimsækja Mjófjörð, hér eru nokkur sýnishorn frá þessum einstaka, og afskekta firði í miðjum Austfjörðunum.

Klifbrekkufossar, innst í firðinum, eitt af djásnum Mjóafjarðar
Strandaður prammi í Mjóafirði
Engin akvegur er eftir sunnanverðum Mjóafirði
Austfjarðaþokan læðist inn fjörðinn, horft frá Mjóafjarðarheiði
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Mjóifjörður 26/09/2023 : A7R III, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0