Dagur íslenskrar tungu er haldin ár hvert í dag, þann 16 nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar ( 1807-1845) skálds og fræðimanns. Markmið dagsins er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagur íslenskrar tungu er einn fánadaga Íslands. Íslenska er vestur-norrænt tungumál, og hefur tekið minni breytingum en önnur norræn tungumál. Íslenskan er náskylt færeysku og norsku, og ólíkt öðrum vestur evrópskum tungumálum hefur íslenskan ítarlegt beygingarkerfi. Beygingarkerfið er nær óbreytt frá víkingaöldinni þegar Norðmenn komu til Íslands með sitt norræna tungumál fyrir meira en þúsund árum.
Hafnarfjörður 16/11/2021 09:21 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson