Gatan Hraunbær í Árbæjarhverfi, í austurbæ Reykjavíkur hefur verið fjölmennasta gata Íslands í nærri hálfa öld. Eða frá því Árbæjarhverfið byggðist upp, strax eftir 1960. Búseta hefur verið á svæðinu alla vega frá 1379, þegar Ártúns er getið í jarðabókum og Árbæjar sem hverfið er kennt við 1464. En Árbæjarhverfið var fyrsta sjálfstæða, skipulagða úthverfi höfuðborgarinnar. Í götunni Hraunbæ búa í dag um 2300 manns. Tvö þúsund fleiri en í fjölmennasta húsi lýðveldisins á Sæmundargötu 21 í vesturbænum. Húsið sem var byggt 2020 sem stúdentagarður rétt við Háskóla Íslands fékk nafnið Mýrargarður. Byggingin er á fjórum hæðum, plús bílakjallari, með 244 íbúðum og í aðeins 5 mín og 40 sek göngufjarlægð frá aðalbyggingu Háskóla Íslands, þegar viðrar vel.








Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/07/2023 : A7C, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM