Miðbærinn, pósthólf 101 er elsti hluti Reykjavíkur, en í Kvosinni tók að myndast þorp á síðari hluta 18. aldar í núverandi Aðalstræti. Í miðborginni sem markast af Snorrabraut í austri, Garðastræti í vestri, og austari hluti Reykjavíkurhafnar, plús Reykjavíkurflugvöll. Íbúar hverfisins eru ekki margir, af 145.571 íbúum Reykjavíkur búa einungis 11.498 í miðbænum. Í miðborginni er miðstöð stjórnsýslu lands og borgar. þarna er Alþingi, ráðuneytin, Hæstiréttur, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. Þarna eru líka helstu kennileiti borgarinnar, eins og Hallgrímskirkja, Austurvöllur, Tjörnin með Ráðhúsi Reykjavíkur, stærstu verslunargöturnar, Laugavegur, Skólavörðustígur og nýtt Hafnartorg, auk margra af stærstu og fínustu hótelum landsins. Þótt miðbærinn hafi verið nær fullbyggður fyrir rúmum 80 árum, fyrir seinna stríð, er alltaf verið að breyta og bæta. Icelandic Times / Land & Saga tók sér góðan göngutúr um miðbæ höfuðborgarinnar, og myndaði nýbyggingar sem hafa verið byggðar í elsta hluta borgarinnar á allra síðustu misserum. Líklega hefur austasti hluti Hverfisgötu tekið meiri breytingum á síðustu árum, en nokkur annar hluti miðborgarinnar.
Reykjavík 15/08/2024 : A7R IV, RX1R II – FE 1.8/20mm G, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson