Íslensk erfðagreining

Menning & Vísindi

Miðstöð menningar og vísinda á Íslandi er í Vatnsmýrinni, í Reykjavík. Þarna á litlum bletti, rétt vestan við Reykjavíkurflugvöll, er ekki bara Háskóli Íslands, með lungan úr sinni starfsemi, þarna eru tvö af öflugustu líftækni og lyfjafyrirtækjum landsins, Íslensk erfðagreining og Alvotech Iceland, auk Norræna hússins og Grósku. En Gróska er miðstöð nýsköpunar á Íslandi. Enda undirrituðu, fyrir þremur árum, Borgarstjórinn í Reykjavík, rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, forstjóri Landspítala Íslands, og formaður Vísindagarða HÍ, stofnun Vísindaþorpsins í Vatnsmýri.  Verkefni sem er markaðsett alþjóðlega undir heitinu Reykjavik Science City af Íslandsstofu. Icelandic Times / Land & Saga fór og skoðaði svæðið, sem er svo miðsvæðis í höfuðborginni, en samt ekki. En ef… eða þegar Borgarlínan kemst á koppinn, verður þarna í Vatnsmýrinni milli Háskóla Íslands og Landspítala aðal samgöngumiðstöð landsins, og jafnvel lestarstöð fyrir Keflavíkurflugvöll. 

Stúdentagarðarnir, gamli og nýi Garður, Þjóðminjasafn Íslands í bakgrunni
Norræna húsið í miðri Vatnsmýrinni, Alvotech Iceland í bakgrunni
Norræna húsið og Askja, náttúrufræðahús HÍ
Gróska til hægri, Íslensk erfðagreining til vinstri
Alvotech Iceland
Aðalbygging Háskóla Íslands, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, vígð 17. júní 1940

Reykjavík 19/08/2024 : A7C R, RX1R II – 2.0/35mm Z, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0