Menningarnótt 2017 verður haldin í 22. skipti laugardaginn 19. ágúst. Í ár verður hátíðin ein allsherjar tónlistar og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika og yfir hundrað tónlistarviðburðir verða um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá afar fjölbreytta dagskrá. Leikarar, dansarar og fjöllistafólk verða með uppákomur og íbúar bjóða víða uppá dagskrá í húsagörðum og sundum.
Hlemmur er áherslusvæði Menningarnætur ár en þar hefur verið mikil uppbygging síðustu misseri og boðið verður uppá fjölda áhugaverðra viðburða á svæðinu. Akranes er gestabær Reykjavíkur á Menningarnótt og mun af því tilefni bjóða uppá fjölbreytta dagskrá á veitingastaðnum Messanum við Sjóminjasafnið . Að venju er frítt í Strætó og Flugeldasýningin verður á sínum stað á Austurbakka. Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman.
Hægt er að nálgast alla viðburði á Menningarnótt í Miðbæjarpóstinum hér.