Menningarnótt 2023

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur, en í ár var verið að halda upp á 237 ára afmæli höfuðborgarinnar með yfir 400 viðburðum, smáum og stórum. Menningarnótt, eins og hún er í dag, er stærsta, fjölmennasta og fjölbreyttasta hátíð borgarinnar og hefur verið haldin síðan 1996. Tugþúsundir lögðu leið sína í miðbæinn, til að fara á söfnin sem voru opin til 23:00, eða sjá aðra viðburði eins og tónleika í Hljómskálagarðinum og á Arnarhóli þar sem flestir af bestu og þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar spiluðu fyrir þjóðina alla. Tónleikarnir voru í beinni á RÚV og Bylgjunni. Það var svo sannarlega stemming í miðborginni, stemming sem Icelandic Times / Land & Saga vildi miðla til sinna lesenda. Sjáumst að ári, því Menningarnótt er hápunkturinn á sumrinu fyrir svo marga. Hátíðinni lýkur svo klukkan ellefu þegar flugeldasýning Reykjavíkurborgar setur endapunktinn á góðan dag, og gott sumar.

Pakkaður Arnarhóll

Á móti Sól í Hljómskálagarðinum

Flugeldasýning Reykjavíkurborgar… horft yfir Reykjavíkurtjörn

Páll Óskar, með lokalag Menningarnætur í Hljómskálagarðinum

Á háhesti, besta útsýnið á tónleikunum á Arnarhóli

Nylon… sló í gegn eftir tíu ára hlé á Arnarhóli

Mæðgur að miðla menningu

Magni í hljómsveitinni Á móti Sól

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 20/08/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z