Nýtt hverfi undir Úlfarsfelli

Mosfellsbær

Það eru sex samliggjandi sveitarfélög sem mynda höfuðborgarsvæðið, þar sem tæpir þrír af hverjum fjórum íbúum landsins búa. Stærst er auðvitað Reykjavík, sjálf höfuðborgin með 140 þúsund íbúa. Kópavogur er næstur með 40 þúsund. Hafnarfjörður er í þriðja sæti með 30 þúsund og fimm hundruð íbúa. Garðabær í því fjórða með 18 þúsund og fimm hundruð íbúa. Mosfellsfellsbær, sem liggur nyrst, fyrir utan byggðina á Kjarnesi sem tilheyrir Reykjavík er með 13 þúsund og fimm hundruð íbúa. Fámennasta sveitarfélagið og það vestasta er Seltjarnarnesbær með aðeins 4 þúsund og fimm hundruð íbúa. Icelandic Times / Land & Saga skrapp í bæjarferð, norður í Mosfellsbæ, fallegt og einstaklega sjarmerandi bæjarfélag, það sjöunda fjölmennasta á landinu. Þar er stutt í náttúru, Það var landnámsmaðurinn Þórður skeggi sem eignaði sér landið þar sem bærinn stendur núna. Þar var í Mosfellsbæ, sem seinni tíma iðnbyltingin hófst á Íslandi með stofnun ullarverksmiðjunnar Álafoss við Varmá 1896. Í dag er vagga kjúklingaræktar á Íslandi í bænum, auk mikillar ylræktar. Eini íslenski Nóbelshafinn, Halldór Laxness er fæddur og uppalin í sveitarfélaginu. Gljúfrasteinn, safn um skáldið er í Mosfellsdal, í húsi sem hann byggði á æskuslóðunum eftir heiðurinn.

Lágafellskirkja
Hringvegur 1 frest, síðan Mosfellsbær og í fjarska Álfsnes og Kollafjörður
Brúin yfir Leirvogsá, Mosfell til hægri, síðan Esjan
Lífslöngun höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson fyrir framan hjúkrunarheimilið Reykjalund
Þverholt í miðbæ Mosfellsbæjar
Varmá
Mosfellsbær 07/02/2024 – A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson