Grjótnes á Melrakkasléttu

Mynd dagsins – Páll Stefánsson

Miðnætti á GrjótnesiMelrakkaslétta 28/06/2021 00:22 35mm

Um miðja síðustu öld var búið á 30 bæjum á Melrakkasléttu. Grjótnes (mynd) á Vestur-Sléttu, var mannmargt tvíbýli, og bjuggu þar milli 30 og 40 manns á sumrin þegar mest var. Nú er aðeins búið á tveimur bæjum á allri Melrakkasléttunni, milli Kópaskers og Raufarhafnar sem er 60 km leið. Hlunnindi eru áfram nýtt á flestum þessara eyðijarða, eins og reki og æðardúnn. Miðnæturbirtan er óvíða fallegri en þarna á nyrsta skaga Íslands. 

Melrakkaslétta 28/06/2021 00:22 35mm
Ljósmynd og texti: Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0