Grjótnes á Melrakkasléttu

Mynd dagsins – Páll Stefánsson

Miðnætti á GrjótnesiMelrakkaslétta 28/06/2021 00:22 35mm

Um miðja síðustu öld var búið á 30 bæjum á Melrakkasléttu. Grjótnes (mynd) á Vestur-Sléttu, var mannmargt tvíbýli, og bjuggu þar milli 30 og 40 manns á sumrin þegar mest var. Nú er aðeins búið á tveimur bæjum á allri Melrakkasléttunni, milli Kópaskers og Raufarhafnar sem er 60 km leið. Hlunnindi eru áfram nýtt á flestum þessara eyðijarða, eins og reki og æðardúnn. Miðnæturbirtan er óvíða fallegri en þarna á nyrsta skaga Íslands. 

Melrakkaslétta 28/06/2021 00:22 35mm
Ljósmynd og texti: Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0