Myrra Rós, Owls of the Swamp og Uggla halda tónleika á KEX Hostel 17. Apríl

Tónlistarkonan Myrra Rós, ástralski tónlistarmaðurinn Owls of the Swamp og hljómsveitin Uggla úr Hafnarfirði halda tónleika á í Gym og Tonic á KEX Hostel næstkomandi sunnudagskvöld, 17. apríl klukkan 20:00.

Myrra Ros icelandic times kexMyrra Rós hefur sent frá sér tvær breiðskífur og sú nýjasta One Amongst Others kom út í fyrra og hefur hlotið afbragðsviðtökur enda er hún hennar besta verk hingað til.

OOTS_press shot by Sigurjoon Mar_2 icelandic times kex

Owls of the Swamp er eins manns sveit Ástralans Pete Uhlenbruch. Pete hefur verið búsettur hér á landi um nokkuð skeið. Hann hefur sent frá sá þónokkuð af efni og nýjasta afurð hans er breiðskífan ATLAS sem er afar vandað verk.

Uggla er hafnfirsk popp/rokkhljómsveit sem sendir nú frá sér sitt fyrsta lag. Lagið „Sit í svörtu húmi“ er djassskotið popplag samið við tvö ljóð alþýðuskáldsins Páls Ólafssonar sem er betur þekktur sem höfundur ljóðanna „Lóan er komin“ og „Sumarkveðja“.

Uggla icelandic times kexUgglu skipa Kjartan Orri Ingvason (gítar/söngur), Valdimar Þór Valdimarsson (gítar/söngur), Kjartan Þórisson (trommur) og Viðar Hrafn Steingrímsson (bassi/söngur). Meðlimir Ugglu hafa fengist við hin ýmsu tónlistarverkefni í gegnum tíðina; Kjartan Orri gaf út plötuna Sum of All Things undir sóloverkefni sínu koi fyrir fimm árum síðan. Valdimar spilar reglulega með KFS (Killer sounding frequencies) Kjartan Þórisson spilaði með hinni goðsagnakenndu PPPönk sem gaf út EP plötu undir merkjum Smekkleysu árið 1997. Viðar Hrafn hefur leikið með hinum ýmsu böndum til að mynda FH hljómsveitinni Hafnarfjarðarmafíunni og með Skrímslunum.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega og er aðgangseyrir aðeins 1000 kr. Tenglar:

https://myrraros.bandcamp.com/

https://uggla1.bandcamp.com

https://owlsoftheswamp.bandcamp.com/

Bestu kveðjur / Best regards Benedikt Reynison Events / Social Media Mob. +354 822 2825