Ár á suðurlandi

Nær & nær

Gullfoss, Geysir, Garðabær í Gullbringusýslu eru staðir sem við þekkjum, höfum myndað, eða séð myndir af. En hvernig getum við tekið betri myndir, komið með betri minningar heim. Auðvitað er ekki til svar við þessari milljón dollara spurningu. En eitt er víst. Farðu nær viðfangsefninu, hvort sem það er foss eða fjall. Þá er er ég ekki að tala um að vera með dýra myndavél og aðdráttarlinsu. Að mörgum stöðum, er bara hægt að taka eitt eða tvö skref áfram, og ramma inn náttúruna þéttar. Taka út hluti sem skipta ekki máli, eins og símastaur eða sandhaug sem eiga ekki heima í myndinni. Hér eru nokkur sýnishorn af myndum þar sem nær, nálægðið býr til myndina.

Íshellir undir Breiðamerkurjökli
Hver í Hrafntinnuskeri

 

Rangá, í Rangárvallasýslu

 

Þjórsá, lengsta á landsins, rúmlega 230km löng

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 07/05/2023 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM