Næsti Kjarval?

Þeir eru níu; útskriftarnemar Listaháskóla Íslands í  MA meistaranámi, sem sýna nú í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu í Örfirisey, við vesturhöfnina í Reykjavík.  Daníel Björnsson er sýningarstjóri sýningarinnar sem heitir, Visible Spectrum, upp á útlensku. Ekkert íslenskt nafn. Listamennirnir eru, 

Wanxin Qu, Vala Sigþrúðar Jónsdóttir, Sunniva Allanic, Sandijs Ruluks, Nicole Desautels, Marzieh Amiri, Jiayan Chen, Heimir Snær Sveinsson og Emil Gunnarsson. Hver listamaður leggur til sitt sjónarhorn, mótað af fjölbreyttum menningar rótum, miðlum og auðvitað nálgunum. Þrátt fyrir þennan mun er sýningin sameinuð  í gegnum þann miðil sem við köllum myndlist, eins og segir í sýningarskrá. Sýningin er fjölbreytt, ólík efnistök, áherslur, en fyrst og fremst leitandi. Því leitið og þér muni finna… næsta stóru stjörnu í myndlist á Íslandi. Er næsti Kjarval hér?

Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ
Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ
Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ
Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ
Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ
Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ
Sýningin Visible Spectrum, útskriftarsýning MA nema í LHÍ

Nýlistasafnið er staðsett í Marshallhúsinu, Grandagarði 20, Reykjavík

Rykjavík 15/05/2025 – A7C R, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z