Næstum 700 þúsund

Næstum 700 þúsund

Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru í fyrra 687.789 og voru þær 43,7% fleiri en árið 2020, þegar brottfarinar voru 478.510. Langflestir ferðamenn voru Bandaríkjamenn, en hingað komu 227.000, hvorki meira né minna en 331% fleiri en árið á undan. Næst fjölmennastir voru Þjóðverjar eða 64.000, í þriðja sæti voru Stór-Bretar en þeir voru 54.000. Í fjórða sæti voru Pólverjar, en þeir voru 52.000, en margir þeirra eiga hér fjölskyldu og vini, eða koma hingað til að vinna í lengri eða skemmri tíma, enda lang fjölmennustu nýbúar Íslands. Í fimmta sæti voru Frakkar, en þeir voru 37.000 sem komu lögðu leið sína hingað árið 2021. Einugis 2.222 ferðamenn komu frá Eyjaálfu til Íslands í fyrra, fækkun um tæp 70%.

Þessi fjölskylda sem var að skoða hverasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, var komin alla leið frá Tævan, fyrst og fremst til að skoða norðurljósin. 

 

Þessi hlaupadrottning við Kleifarvatn, er frá Tucson í Arizona komin hingað í öðruvísi brúðkaupsferð, að upplifa, myrkur, vetur og góðan mat og gistingu. Glittir í ensk / indverska fjölskyldu við vatnsbakkan.

Reykjavík 24/01/2022 10:51 & 11:34 : A7C : FE 2.8/100mm GM 

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson