Viðey
Sunnudagur 24. júlí
Náttúruleiðsögn og þjóðsögur
Sunnudaginn 24. júlí verður áhugaverð náttúruganga um Viðey þar sem fjallað verður um jurtir, fugla og menn, huldufólk og álfa undir leiðsögn Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis- og þjóðfræðings.
Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra ásamt því sem fylgst verður með fuglalífi á eynni. Horft verður á hafið og sagðar þjóðsögur af marbendli, margýjum, hafmönnum, hafströmbum og öðrum verum sem búa í hafinu. Spáð verður í uppruna huldufólks og sögð saga sem tengist Skúla Magnússyni og huldukonu einni. Saga eyjunnar mun fléttast inn í gönguferðina.
Gangan er jafnt fyrir fullorðna sem börn og ef fólk vill getur verið gaman að koma með jurta- og fuglabækur.
Siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15 en gangan hefst 13:30. Þeir sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir göngu ættu að taka ferjuna kl. 12:15.
Það er frítt í sjálfa gönguna en verð í ferjuna fram og til baka er sem hér segir:
Verðskrá fyrir ferjuna fram og til baka:
Fullorðnir kr. 1.200.
Börn 0 – 6 ára frítt.
Börn 7 – 15 ára kr. 600.
Eldri borgarar og öryrkjar kr. 1000.
Menningarkortshafar fá 10% afslátt.
Allir velkomnir!
Viðey Island
Sunday July 24
13:00-15:00
Guided nature and folklore walk in Icelandic
On Sunday July 24 there will be an interesting walk on Viðey Island with the topic: nature and folklore. The guide will talk about the nature, flora and birdlife of the island but also tell stories of all kinds of folklore creatures, such as elves and hidden habitants of the sea.
The ferry sails from Skarfabakka at 13:15 but the walk starts at 13:30 and takes about one and a half hour. It‘s a good idea for those who want to enjoy a lunch at Viðeyjarstofa to take the 12:15 ferry.
All guidance is free of charge and spoken language is Icelandic.
Ferry cost:
Adults pay ISK 1,200 for a round trip with the ferry, children 7–15 years old pay ISK 600 but the youngest sail for free. Owners of Reykjavík Guest Card also get a free boat ride!