Það eru tvær sýningar í Gerðasafni Kópavogi, önnur þar sem Finnbogi Péturson í Parabólu, skapar heim þar sem Negatífan og pósitífan dansa saman og mynda ný munstur. Tíðni bylgjanna er sjónræn, við sjáum þær mætast, ekki brotna heldur mynda ný munstur eða jafnvel lygnu. Þetta er ekki hvaða púls sem er heldur er þetta sveiflan sem efni leitast við að vera í. Listamaðurinn notar vatn, loft, ljós og hljóð sem efni til að forma, eins og segir í sýningarskrá. Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsóknir Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Eyja sem myndaðist í neðansjávargosi, suðvestan við Vestmannaeyjar fyrir meira en hálfri öld, árið 1963. Surtsey er syðsti partur lýðveldisins, sunnar en allt.
Kópavogur 02/01/2025 : A7C R – FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson