Skipið Íslendingur sem silgdi til vesturheims, árið 2000, þúsund árum á eftir Leifi heppna

Njarðvík nafli alheimsins ?

Það er til of mikils mælst að kalla Njarðvík nafla alheimsins, en Innri-Njarðvík sem Icelandic Times / Land & Saga heimsótti fær líklega fleiri ferðamenn en nokkurt annað byggðarlag á Íslandi. Það er syndrey að flestir stoppa ekkert, keyra bara beint áfram eftir Keflavíkurveginum til Reykjavíkur. Njarðvík er hluti af Reykjanesbæ, fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, en flestir ferðalangar halda áfram frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík, að Gullfossi, Skógafossi, Dettifossi eða austur í Dyrhóley. Já og til Reykjavíkur, þar sem Hallgrímskirkja, Listasafn Íslands, og fjölbreytt flóra veitingastaða draga ferðafólk til sín. Ytri og Innri-Njarðvík ásamt Keflavík mynda Reykjanesbæ, eftir að bæirnir sameinuðust fyrir akkúrat þrjátíu árum síðan. Þarna er og var vagga dagurlagatónlistar, körfubolta og með Keflavíkurflugvöll í túnfætinum, þar sem nær allir ferðamenn sem koma til landsins, snerta fyrst fæti á íslenska storð. Eftir lang flug er gott að hvíla lúin bein og njóta, þó það sé ekki nema augnablik í Innri-Njarðvík.

Hrafna-Flóki sem gaf Íslandi nafn, eftir bandaríska myndhöggvaran Mark J. Ebbert fyrir utan Víkingaheima, gjöf Bandaríkamanna í tilefni 50. ára afmælis lýðveldisins
Hrafna-Flóki sem gaf Íslandi nafn, eftir bandaríska myndhöggvaran Mark J. Ebbert fyrir utan Víkingaheima, gjöf Bandaríkamanna í tilefni 50. ára afmælis lýðveldisins
Víkingaheimar
Á Víkingatorgi við Víkingabraut, stækkuð eftirmynd af Kaldárshöfðasverði sem fannst við Úlfljótsvatn árið 1946, í eign höfðinga á níundu öld að talið er.
Stapakot, fremst, byggt um 1850 af sjómönnum, opnað sem uppgert safn 1993, Víkingaheimar í fjarska
Minnisvarði um Jón Þorkelsson fæddur í Innri-Njarðvík 1697, eftir Ríkað Jónsson afhjúpað 1965. Jón barðist fyrir endurbótum í menntun þjóðarinnar, enda mikill lærdómsmaður, og arfleiddi öllum sínum eignum, eftir sinn dag, til menntunar barna á suðvesturhorninu. Hann dó efnaður í kaupmannahöfn, höfuðborg Íslands árið 1759
Innri-Njarðvíkurkirkja vígð 1886

Innri-Njarðvík 16/03/2024 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0