Norðfjörður á Ströndum

Á Norðurfirði er örlítið kauptún sem er áhugavert að heimsækja. Stutt er á fengsæl mið frá kauptúninu og þar eru á sumrin stundaðar strandveiðar í dag. Norðfjörður er fjörður á Ströndum sem er norðan við Trékyllisvík en sunnan við Ingólfsfjörð. Á nyrðri strönd fjarðarins er Krossnes og þar er heit sundlaug í flæðarmálinu. Í Norðurfirði eru flest hús komin í eyði en eitthvað er um sumarhús á svæðinu og er rekin lítil verslun á sumrin. Úr firðinum liggur akvegur til norðvesturs í gegnum Meladal yfir í Ingólfsfjörð en þaðan liggur slóði yfir í Ófeigsfjörð. Er sá vegur var einungis jeppafær, en eitthvað er búið að lagfæra hann en hann er að miklu leyti í fjörunni.

Í fjörunni á Ströndum er mikið um rekavið sem voru verðmætustu hlunnindi svæðisins fyrr á öldum. Svæðið skiptist áður fyrr nokkuð í tvennt við Bjarnarfjörð eða þar um bil hvað varðar atvinnulíf þar sem suðurhlutinn byggði á hefðbundnum sauðfjárbúskap, en í norðurhlutanum er meira um hlunnindabúskap, helst við nýtingu rekaviðar auk selveiði og æðardúnstekju.

Í þjóðsögum gengur mikið galdrarykti um Strandamenn, sem kannski er ekki tilviljun þegar á það er litið að óvenjustór hluti þeirra galdramála sem upp komu í galdrafárinu á Íslandi á 17. öld tengdust Ströndum og Vestfjörðum.

Fólk sem býr á Ströndum kallar sig Strandamenn. Strandasýsla nær einnig vestur í Djúp, en Langadalsströnd frá Kaldalóni og austanverður Ísafjörður eru hluti af Strandabyggð. Fólkið sem þar býr kallar sig Djúpverja

Texti og Ljósmynd: Þorsteinn Ásgeirsson

Ljósmyndin er tekinn af hafnaraðstöðu við Norðurfjörð og fjallið Urðartindur blasir við til suð vesturs.