Norður, niður og suður heimskautsbauginn

Í Listasafni Reykjavíkur / Hafnarhúsi stendur nú yfir yfir sýningin Norður og niður. Sýningin er þverskurður listafólks búandi á vestur helmingi norðurskautsins, frá norðurlöndunum í austri og vestur til Alaska í vestri. Sýningin sem er samstarfsverkefni þriggja safna, Portland Museum of Art í Maine í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Västerbotten í Svíþjóð og  Listasafns Reykjavíkur, er þverskurð listamanna búandi og starfandi á norðurslóð. Þekktra og upprennandi.  Verkin eftir þrjátíu listamenn, eru valin úr öllum miðlum, endurskapa og spegla skyldleika og eða bil milli ólíkra samfélaga sem byggja þennan blett á jörðinni, norðan, vestan, og líka rétt sunnan við heimskautsbauginn. Sýninging á Listasafni Reykjavíkur stendur fram til fimmta febrúar á næsta ári. 

Listasafn Reykjavíkur / Hafnarhús við Tryggvagötu

Frá sýningunni Norður og niður

Frá sýningunni Norður og niður

 Frá sýningunni Norður og niður

 Frá sýningunni Norður og niður

 Frá sýningunni Norður og niður

Reykjavík 11/11/2022 : A7C, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson