Ný ríkisstjórn sem var kynnt klukkan eitt í dag á Kjarvalsstöðum, ætlar að setja tvö mál í forgang, loftslagsmálin og að styrkja stöðu heilbrigðismála, með sérstakri áherslu á uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar Landspítala Íslands. Það voru formenn ríkisstjórnarflokkanna, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins, og Framsóknarflokksins sem kynntu nýjan stjórnarsaáttmála og nýja ríkisstjórn. En tólf ráðherrar eru í nýju ríkisstjórninni sem Katrín Jakobsdóttir leiðir sem Forsætisráðherra eins og í síðustu ríkisstjórn sömu flokka. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru fimm, Framsóknarflokksins eru þeir fjórir og þrír ráðherrar komu úr röðum Vinstri grænna. Fimm konur og sjö karlar eru nú ráðherrar.