Nýjar stjörnur

Íslensku Bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989, fyrir 34 árum í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgefenda. Og það var svo gott, gott fyrir íslenskar bókmenntir að stóru stjörnurnar unnu ekki við fengum nýjar. Ekki einu sinni Forsætisráðherra vann, hún var tilnefnd fyrir glæpasöguna Reykjavík skrifuð með Ragnari Jónassyni.Góð spennusaga. Bók ársins, var Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia. Eins og dómnefnd segir; Hér er sleginn nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með töfrandi frásagnargleði sem fer áreynslu- og hispurslaust á milli dýpstu tilfinninga og átaka til ævintýralegra gleðistunda með goðsagnakenndu ívafi – þannig að jafnvel mestu hörmungarnar njóta góðs af gleðinni. Þetta er hans önnur skáldsaga. Blóðdropan, fyrir bestu glæpasöguna fékk Skúli Sigurðsson fyrir bókina Stóri bróðir. Hans fyrstu. Í flokki barna- og ungmennabóka hlaut Arndís Þórarinsdóttir verðlaun fyrir bók sína Kollhnís. Hennar önnur bók, og önnur bókmenntaverðlaun. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis hlaut Ragnar Stefánsson verðlaun fyrir bók sína Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta. Ragnar er ekki rithöfundur, en einn af okkar helstu sérfræðingum í jarðskjálftum, og virkni jarðar, enda er þessi hálf níræði verðlaunahöfundur jafna kallaður Ragnar Skjálfti. 

Verðlaunaafending fór fram á Bessastöðum, í beinni útsendingu á RÚV

Bókmenntaverðlaunagripurinn

Verðlaunahafar, Skúli Sigurðsson lengst til vinstri, síðan Arndís Þórarinsdóttir, Ragnar Stefánsson og Pedro Gunnlaugur Garcia

Verðlaunahafar ásamt forsetahjónunum lengst til vinstri, og síðan Menntamálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir næst lengst til hægri ásamt Heiðari Inga Svanssyni formanni íslenskar bókaútgefenda lengst til hægri

 

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

24/01/2023 : A7R IV : FE 1.2/50mm GM