Hafnarstræti 16. byggingin þar sem SÍM, Samband Íslenskra Myndlistarmanna, með sína tæplega þúsund félagsmenn er til húsa, á sér langa sögu. Upphaflega er húsið byggt fyrir 200 árum, árið 1824. Reykjavíkurborg eignast húsið rétt fyrir síðustu aldamót, og endurgerir það eins og það leit út um 1880 þegar Smith konsúll, rak þar Hótel Alexandrínu. Borgin afhendir SÍM húsið árið 2001, en þar eru nú skrifstofur, gestastofa og sýningarrými. Þar stendur nú yfir sýningin HIMNA, þar sem þrjár listakonur, Anna Jóa, Hulda Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sýna listir sínar. Nær öll verkin eru frá þessu ári, sköpuð tvö hundruð árum eftir að húsið var reist.
Reykjavík 10/08/2024 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson