Tímarit um íslenska ferðaþjónustu Icelandic Times
Icelandic Times er tímarit um íslenska ferðaþjónustu sem Land og Saga gefur út. Tímaritið er gefið út annan hvern mánuð í 40.000 eintökum og er dreift ókeypis hérlendis og erlendis. Meðal annars eru rúmlega þúsund eintök send á ferðaskrifstofur um allan heim. Það liggur frammi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, öllum upplýsingamiðstöðvum landsins, á hótelum og gistihúsum, þjónustustöðvum, veitinga- og kaffihúsum.
Icelandic Times hefur verið gefið út frá 2009 og fjallar um ferðaþjónustuna á Íslandi í máli og myndum. Tímaritið er gefið út á ensku, þýsku og frönsku. Stefnt er að spænskri útgáfu á vordögum. Erlendir sem innlendir ferðaskipuleggjendur styðjast töluvert við Icelandic Times við skipulagningar ferða til Íslands. Einnig nýtist það leiðsögumönnum og hinum almenna ferðamanni mjög vel. Tímaritið er eins konar texta- og myndabanki og hefur að geyma allt það nýjasta í ferðaþjónustunni, sem og það sem á sér langa sögu, allt sem vel er gert og hefur alla burði til að lifa af óræða tíma. Hjá Icelandic Times er metnaður lagður í vandaðan og vel skrifaðan texta með réttum upplýsingum. Auk upplýsinga um fyrirtæki í ferðaþjónustu er mikið um efni almenns eðlis. Má þar meðal annars nefna úttekt á íslensku sauðkindinni, sérkenni hennar og líf, allt frá getnaði til slátrunar. Einnig greinar um fuglalíf á Íslandi. Reynslan sýnir okkur að ferðamaðurinn kann vel að meta að fá upp í hendurnar fuglagreinar Jóhanns Óla Jóhannssonar, auk annarra greina um sögu, jarðfræði og dýralíf. Slíkar greinar nýtast leiðsögumönnum einnig afar vel. Áhugaverð og fræðandi umfjöllun getur því veitt líklegum sem ólíklegum áfangastöðum gildi í huga ferðamannsins og haft þannig áhrif á ferðamannastrauminn allan ársins hring. Umfjöllun Icelandic Times á ferðaþjónustufyrirtækjum er ekki skrifuð í auglýsingastíl, heldur unnin á grundvelli blaðamennsku. Flestir ferðaþjónustuaðilar hafa mikla ástríðu fyrir starfseminni sem þeir eru að byggja upp og vilja koma henni á framfæri; eitthvað sem þeim finnst einstakt og framúrskarandi við sitt fyrirtæki. Við leitumst við að aðstoða viðskiptavini okkar í að koma þeirri ástríðu til skila á faglegan hátt.
Icelandic Times kemur næst út í nóvember. Það hentar vel þeim aðilum sem eru að byggja upp vetrarferðaþjónustu vegna þess að það hefur sýnt sig að ferðamönnum hingað til lands yfir vetrartímann fjölgar jafnt og þétt. Auk þess sem tímaritið er gefið út er það aðgengilegt á netinu á www.icelandictimes.com Innan tíðar mun bók sem ber heitið Icelandic Times koma út á ensku. Bókin verður 320 síður og afar vönduð. Auk hundruða greina, bæði nýrra sem og þeirra sem áður hafa birst í tímariti Icelandic Times, verður fjöldi korta í bókinni, til dæmis landshlutakort og götukort. Einnig verður töluverð umfjöllun um gróðurfar og dýralíf, meðal annars fuglalíf í hverjum landshluta. Í bókinni verður mikið magn ljósmynda, til dæmis í formi ljósmyndasíðna frá hverjum landshluta.
Sjá bókina hér