Magamál í miðbænum

Götubitahátíðin 2023 var haldin í Hljómskálagarðinum eins og undanfarin ár nú um helgina. Þarna voru rúmlega 30 veitingamenn að selja sína vöru, allt frá íslenskum þorski, í belgískar vöfflur, kólumbíska smárétti og auðvitað ítalskar pítsur, víkinga pylsur og hamborgara. Um 60 þúsund manns lögðu leið sína í garðinn nú um helgina, enda boðið upp á góðan bita og síðan leiktæki fyrir börn og fullorðna.

Talandi um borgara, við gerum kröfur. Bæði Burger King og McDonalds störfuðu hér um skamma tíð en náðu ekki fótfestu. McDonalds opnaði 1993 með því að bjóða þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni upp á BigMac og opna síðan hamborgarakeðjuna, þeir lokuðu 2009. Burger King var skemur á Íslandi rúmlega þrjú ár frá 2004 til 2008.

Icelandic Times / Land & Saga fór auðvitað á hátíðana, fékk sér þorsk (fisk og franskar) og hamborgara frá Silla. En hann vann fjórða árið í röð í keppninni um besta götubita Íslands. Á síðasta ári var hann í öðru sæti samtals í keppninni um besta evrópska götubitann, European Street Food Award, í München. Hann vann sigur með gæsahamborgarinn sinn í keppninni, með besta hamborgarann í allri álfunni.

Götubitahátíðin

Spennandi að smakka

Súkkulaðidrengur

Götubitinn er meira en bara magafylli, líka leikur og fjör

Leikur á hátíðinni

Varla hægt að velja, úrvalið svo mikið

Þorskbiti smakkaður

Götubitahátíðin

Margmennt var á hátíðinni, enda sumarveður

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 20/07/2023 : A7R IV : FE 2.8/100mm GM