Það er engin skipahöfn alla suðurströndina frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri, 429 km /266 mi langa leið. Milli sjávarþorpanna er Reynisfjara í Mýrdal, rétt vestan við Vík. Fjaran er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. Þarna má sjá sterka úthafsölduna berja landið af krafti sem gerir mann agndofa. Enda er ekki hættulaust að heimsækja fjöruna. Þó nokkrir hafa látist eftir að hafa fallið í öldurótið, og ekki átt afturkvæmt í land. Sérstaklega er varasamt að leika sér í öldunum í veðri eins og hefur verið undanfarna daga, hífandi rok með rigningu á köflum.
Vestur-Skaftafellssýsla 21/09/2021 13:51 – A7R IV : FE 1.2/50 GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson