Þjórsá er lengsta fljót landsins, 230 km / 140 mi langt, með vatnasvið sem er það næst stærsta á Íslandi, á eftir Jökulsá á Fjöllum, og nær yfir 7,5% af flatarmáli Íslands. Um 30% af virkjanlegri fallorku landsins er í þessari á sem rennur undan Hofsjökli, Vatnajökli og Sprengisandi í norðri, og til sjávar á miðri suðurströndinni rétt vestan Þykkvabæjar. Fyrsta brúin yfir Þjórsá kom árið 1895, og var það önnur alvöru brú landsins, Ölfusá, rétt vestar fékk fyrstu brúnna. Margar þverár renna í Þjórsá á sinni löngu leið til sjávar, stærst er Tungná sem kemur úr Vatnajökli. Helstu fossar í Þjórsá er Kjálkaversfoss, Dynkur og Tröllkonuhlaup, Búði og Urriðafoss. En hann er rétt við Hringveg 1, fallegur foss, með mjög auðveldu aðgengi til að fá nasasjón af þessari lengstu og orkumestu á landsins.
Rangárvallasýsla 22/09/2020 15:05 – A7R IV : FE 1.4/85mm GM
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson