Öskudagurinn er í dag

Í dag á Íslandi hefur Öskudagurinn ekkert lengur að gera með kristni, en þessi forni dagur hefur í yfir hundrað ár verið einn af uppáhalds dögum barna á Íslandi. Á öskudaginn klæða börn og unglingar sig í búninga, og eftir skóla fara þau í hópum í verslanir og fyrirtæki syngja lag, og fá smá sælgæti að launum. Svona sér íslensk hrekkjavaka. Einn siður tengdur öskudeginum á sér langa hefð, og finnst ekki annars staðar, það er að hengja öskupoka á fólk. Þessa pokasiðar hefur þekkst á Íslandi frá því um 1700, jafnvel er siðurinn mögulega eldri. Í dag, eru það þessi grímuklæddu verur, börn sem hengja öskudagspokana á fullorðna, og lykilatriðið er að koma þeim fyrir þannig að fórnarlambið taki eftir því að vera með litríkan dinglandi öskudagspoka á bakinu.

Það var mikið fjör í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í dag, öskudag. Enda rok og rigning úti, látum myndirnar tala.