Þeir sem eru fæddir eftir seinna stríð og næsta aldarfjórðunginn muna vel eftir öskupokunum. Þessi skemmtilegi alíslenski siður lagðist af upp úr 1990 þegar títuprjónar, sem voru beygðir í að mynda öngul / kló til að hengja marglita öskupokanna aftan í mann og annan voru gerðir úr harðari málmi, ómögulegir að beygja. Síðan hafa börn og ungmenni tekið upp þann sið að fara í grímubúning, ganga milli verslanna, syngja og fá að launum nammi. Icelandic Times / Land & Saga lagði leið sína í Kringluna stærstu verslunarmiðstöð landsins, þar sem þúsundir barna sungu, börðu köttinn úr tunnunni, fullum af sælgæti. Sannkallaður Öskudagur. Á leiðinni þangað var á RÚV, ríkisútvarpinu, bara talað um Valentínusardaginn sem bar upp á sama dag, Amerískan dag elskenda. Þannig að íslenska öskudagshefðinn fýkur fljótlega á haf út…. eða ekki. Ekki miðað við fjölda barna og ungmenna sem heimsóttu Kringluna í dag. En engin með öskupoku. Hefð sem er því miður dáinn.
Reykjavík 14/02/2024 – A7R IV, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson