Ljósmyndarinn Kári Sverriss sýnir í Hafnartorgi við Reykjavíkurhöfn sýninguna Being me, myndir af einstaklingum og fólki sem veitir honum innblástur. Fegurðina þegar hann hægir á sér, af litlum hlutum sem gefa lífinu gildi. Dagdrauma sem koma óvænt, fólk sem hann óvart hittir. Já eða bara birtuna sem mætir honum. Því ljósmyndun er jákvæður galdur. Galdur sem Kári kann að galdra fram. Hann hefur sem tískuljósmyndari undanfarin áratug plús, bæði unnið hér heima og erlendis fyrir stór tímarit eins og ELLE, Glamour og Marie Claire, og fyrirtæki eins og Nikon, Six Mix og Kormák og Skjöld.
Reykjavík 03/09/2024 : A7CR, A7R IV – FE 1.8/20mm G, FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson