öxarfjörður

Öxarfjörður

Mynd dagsins – Ljósmyndari Páll Stefánsson

Hvar er fallegasta miðnætursólin?

Auðvitað í nyrsta sveitarfélagi Íslands, Norðurþingi. En í þessu sveitarfélagi, sem nær frá Húsavík í vestri, og austur til Raufarhafnar í norðri og austri búa nú 3.030 manns. En það er fleira að sjá þarna en miðnætursólina, þarna liggja náttúruperlur eins og Ásbyrgi, og Dettifoss kraftmesti foss Evrópu. Melrakkasléttan með öllu sínu fuglalífi og auðvitað hvalirnir á Skjálfandaflóa, en Húsavík, höfuðstaður sveitarfélagsins er miðstöð hvalaskoðunar á Íslandi. Ljósmyndin er tekin yfir Sandá, norður að Öxarfjarðarnúp, skömmu fyrir miðnætti nú í lok júní. 

27/06/2021 23:21 135mm

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0