Páskaeggjaleit í Viðey

Páskaeggjaleit í Viðey á laugardag
Laugardaginn 8. apríl býður Elding upp á páskaeggjaleit fyrir börn í samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fallegri náttúru fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn gengur út á það að finna lítil páskaegg, en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna sérstaklega merkt egg.
Leikurinn verður ræstur kl. 13:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15. Þátttakendur geta að sjálfsögðu slegist í hópinn síðar, en leikurinn gengur þó út á þá meginreglu að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ en þó þannig að hófs sé gætt svo sem flestir fái egg. Afmörkuð verða sérstök leitarsvæði, þar á meða eitt fyrir yngri kynslóðina (6 ára og yngri).
Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa sér ljúffenga hressingu fyrir eða eftir leitina. Fyrir þá sem vilja er nestisaðstaða á bak við Viðeyjarstofu.
Viðeyjarferjan siglir samkvæmt vetraráætlun um helgar.
Brottfarir frá Skarfabakka til Viðeyjar
13:15, 14:15 og 15:15.
Brottfarir frá Viðey til Skarfabakka
13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.
Ekkert þátttökugjald er í páskaeggjaleitinni en gestir greiða ferjutoll
– Fullorðnir 1.200 kr.
– Börn 7–15 ára 600 kr.*
– Börn 0–6 ára 0 kr.*
*í fylgd með fullorðnum

ATHUGIÐ! Við mælum eindregið með því að gestir kaupi miða í ferjuna fyrirfram á elding.is til að forðast langar biðraðir.
Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Eldingar í síma 5195000 eða með tölvupósti á elding@elding.is

Bestu kveðjur,

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
gudrun.helga.stefansdottir@reykjavik.is
www.borgarsogusafn.is

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0