Páskaeggjaleit í Viðey

Páskaeggjaleit í Viðey á laugardag
Laugardaginn 8. apríl býður Elding upp á páskaeggjaleit fyrir börn í samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fallegri náttúru fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn gengur út á það að finna lítil páskaegg, en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna sérstaklega merkt egg.
Leikurinn verður ræstur kl. 13:30 við Viðeyjarstofu en siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15. Þátttakendur geta að sjálfsögðu slegist í hópinn síðar, en leikurinn gengur þó út á þá meginreglu að „fyrstur kemur, fyrstur fær“ en þó þannig að hófs sé gætt svo sem flestir fái egg. Afmörkuð verða sérstök leitarsvæði, þar á meða eitt fyrir yngri kynslóðina (6 ára og yngri).
Í Viðeyjarstofu verður hægt að kaupa sér ljúffenga hressingu fyrir eða eftir leitina. Fyrir þá sem vilja er nestisaðstaða á bak við Viðeyjarstofu.
Viðeyjarferjan siglir samkvæmt vetraráætlun um helgar.
Brottfarir frá Skarfabakka til Viðeyjar
13:15, 14:15 og 15:15.
Brottfarir frá Viðey til Skarfabakka
13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.
Ekkert þátttökugjald er í páskaeggjaleitinni en gestir greiða ferjutoll
– Fullorðnir 1.200 kr.
– Börn 7–15 ára 600 kr.*
– Börn 0–6 ára 0 kr.*
*í fylgd með fullorðnum

ATHUGIÐ! Við mælum eindregið með því að gestir kaupi miða í ferjuna fyrirfram á elding.is til að forðast langar biðraðir.
Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Eldingar í síma 5195000 eða með tölvupósti á [email protected]

Bestu kveðjur,

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]
www.borgarsogusafn.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0