Hafmeyjan frá árinu 1944, eftir Nínu Sæmundsson

Perlufesti

Höggmyndagarðurinn Perlufesti í vestanverðum Hljómskálagarðinum var opnaður á Kvenréttindadeginum, þann 19. júní árið 2014. Er garðurinn til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar, og heyrir hann undir Listasafn Reykjavíkur. Í garðinum, sem vísar til hringlaga afstöðu verkanna til hvers annars, og undirstrikar einnig að listakonurnar og þeirra verk eru sérstök, líkt og perlur á þræði. Í garðinum eru verk eftir sex konur, sem allar voru frumkvöðlar í höggmyndalist á Íslandi, og þótt víðar væri leitað. Elst er Gunnfríður Jónsdóttir sem var fædd árið 1889, síðan Nína Sæmundsson fædd 1892, Tove Ólafsson fædd 1909, Þorbjörg Pálsdóttir fædd 1919, Ólöf Pálsdóttir fædd 1920, og Gerður Helgadóttir fædd 1928. Örstutt er úr miðbænum, að ganga inn í Perlufestina, og njóta útiveru og listar, tekur ekki nema örfáar mínútur að ganga frá Austurvelli.

Hendi, hluti Landnámskonunnar eftir Gunnfríði Jónsdóttur frá árinu 1955
Maður og kona eftir Tove Ólafsson frá árinu 1948

Reykjavík 24/04/2022 10:51 – 11:49 : A7R IV : FE 200-600mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0