Rauðinúpur- Einar Th. Thorsteinsson

Rauðinúpur

Rauðinúpur er 73 metra hár klettanúpur sem stendur vestast á Melrakkasléttu. Þaðan er víðsýnt og er núpurinn vel þekkt kennileiti á sjó.
Rauðinúpur er talinn hafa verið eldstöð sem gaus seint á Ísaldartíma og fær hann lit sinn af rauðu gjalli. Við enda núpsins rísa tveir drangar úr sjó næstum til jafns við núpinn. Så vestari nefnist Sölvanöf en hann var landtengdur með náttúrulegri steinbrú allt þar til 1962 er brúin hrundi. Austari drangurinn heitir Karlinn en sumir kalla hann Jón Trausta eftir rithöfundinum Jóni Trausta (Guðmundi Magnússyni) er bjó um tíma í Núpskötlu. Í Rauðanúp er mikið fuglalíf, svo sem svartfugl, lundi og súla.
Viti var reistur á Rauðanúpi árið 1929. Núverandi viti var byggður 1958 og rafvæddur 1988.
Rauðinúpur er 73 metra hár klettanúpur
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0