Flugvöllurinn er í hjarta Reykjavíkur

Reykjavíkurflugvöllur

Það voru Bretar sem byggðu Reykjavíkurflug, sem herflugvöll í seinni heimstyrjöldinni árið 1940. Íslenska ríkið tók flugvöllinn yfir í stríðslok, og hefur flugvöllurinn síðan verið miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Millilandaflug til og frá Íslandi fer aftur á móti fram á Keflavíkurflugvelli í 50 km / 30 mi fjarlægð frá höfuðborginni. Flestir farþegar fóru um Reykjavíkurflugvöll árið 2008, þegar 450 þúsund manns fóru um flugvöllinn. Á síðasta ári 2021, fóru rétt tæplega 300 þúsund farþegar um völlin. Það eru þrjú flugfélög sem fljúga innanlands frá Reykjavíkurflugvelli, Icelandair sem er lang stærst, flýgur einnig til Grænlands frá flugvellinum. Síðan eru það Ernir og Norlandair. Það styttist í að flugvöllurinn verði fluttur, því staðsetning í miðri Reykjavík, þykir ekki heppilegt í nútíma borg, enda er litið á svæðið sem framtíðar byggingarland Reykjavíkurborgar.

Hinu megin við flugvöllinn er Álftanes, Bessastaðir bústaður Forseta Íslands á miðju nesinu.
Þessi flugvél var að koma frá Egilsstöðum.

 

Reykjavík 12/03/2021 – 10:22 – 11:58 : A7R IV – RX1R II : FE 2.8/100mm GM FE 200-600 G – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0