Fyrir tíma flugvéla, eða símasæstrengja, voru skip eini tengiliður Íslands við umheiminn. Fyrir gerð Reykjavíkurhafnar, en bygging hennar hófst árið 1913, fyrir 110 árum, voru allar vörur fluttar úr kaupskipum í land með árabátum, og síðan áfram á handkerrum. Frá náttúrunnar hendi var höfn í Reykjavík, en ekki góð. Þar voru talsverðir straumar og ekkert skjól fyrir veðrum. Stærri skip gátu ekki lagst að bryggju, og urðu að liggja langt frá landi, í Kollafirði. Fyrsta áfanga hafnarinnar var lokið 1917, sextíu og tveimur árum eftir að byrjað var að ræða um að höfuðborgin þyrfti almennilega höfn. Ein af fyrstu hugmyndunum var að grafa skipaskurð úr Víkinni í Reykjavíkurtjörn, þar sem yrðu bryggjur. Reykjavíkurhöfn, sem er hluti af Faxafóahöfnum er í dag lang stærsta höfn landsins, og sjötta stærsta fiskveiðhöfnin. Þangað koma líka lang flest skemmtiferðaskip, á ferð sinni um norður Atlantshafið og til Íslands. Icelandic Times / Land & Saga kíkti niður í miðbæ, á sólbjörtum en köldum marsdegi. Það er einstakt að vera með svona stóra og lifandi höfn í miðjum miðbæ.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
06/03/2023 : A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z