Þann 31.október ár hvert er haldin Hrekkjavaka (e.Halloween) í norður Evrópu og Norður-Ameríku. Hátíð sem sínar rætur að rekja til Keltnesku hátíðarinnar Samhain sem haldin var á þessum degi á öldum áður og var þakkarhátíð fyrir uppskeru sumarsins og haldið upp á komu vestursins. Hátíðin á sér langa sögu og óljóst hve langt aftur í tímann má rekja uppruna hennar en sambærilegar eða svipaðar hátíðir af sama tilefni þekktust og þekkjast víða á norðurhvelinu á þessum tíma árs. Þegar Írar og Skotar fluttust vestur um haf til Ameríku á 19. öld fluttu þeir með sér þessar gömlu hefðir og siði sem síðan urðu grunnurinn að þeim siðum sem mynduðust í Bandaríkjunum og Kanada og skópu Hrekkjavökuna eins og við þekkjum hana í dag. Norður-Ameríska Hrekkjavakan hefur síðan breiðst út, meðal annars hingað til Fróns. Það tók ekki Land & Sögu / Icelandic Times langan tíma að finna í Vesturbæ Reykjavíkur margar myndir af skemmtilegum tilbrigðum við þetta keltneska stef.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson Reykjavík 28/10/2023 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM