Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Allt innanlandsflug lá niðri í dag, og miklar tafir urði á millilandaflugi til og frá Keflavík. Já enn ein djúpa lægðin heimsótti Íslands. Ekki er spáð betri tíð fyrr en í næsta mánuði. Icelandic Times / Land & Saga fór auðvitað á stúfana, og hitti í höfuðborginni, heimamenn og glaða ferðamenn, sem fannst veðrið spennandi. Öðruvísi. En flestir voru á því að það væri reyndar kaldara en þeir áttu von á. Hér kemur smá myndasyrpa af því sem fyrir augu bar, í rokinu í Reykjavík.

Að mynda rok og rigningu getur verið strembið. Sérstaklega þegar úrkoman er lárétt, beint í linsuna, eins og svo oft á Íslandi. Gott er finna sér skjólvegg til að standa upp við, ef maður er að mynda borgarlandslag. Síðan bara bíða eftir að eitthvað spennandi birtist. Góðir linsuklútar til að strjúka af blautri linsu og myndavél er besti aukahlutur sem ljósmyndari getur haft með sér út í óveðrið.

Ekkert var flogið innanlands í dag
Miklir sviftivindar voru í Reykjavíkurhöfn
Þessi Flæmsku hjón, nutu veðurins, og fámennisins við Sólfarið við Sæbraut. Listaverkið er eftir Jón Gunnar Árnason (1931-1989)
Engin á ferli á Suðurgötunni, nema þessi maður, með sínar dósir, sem næstu fuku í hverju skrefi
Þessar Bandarísku ferðamenn, nutu slyddunar efst á Skólavörðuholtinu
Þessir bretar, ærðust úr kæti þegar leigubíllinn loksins kom við Listasafn Einars Jónssona

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 23/05/2023 : A7C, A7R III, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm G