Rólegra við Grindavík

Það myndaðist margra kílómetra löng röð bifreiða Grindvíkinga á Suðurstrandarvegi þegar Almannavarnir gáfu heimamönnum nokkrar mínútur í dag til að sækja heim húsdýr og það allra nauðsynlegasta. Af þremur vegum sem liggja til bærins er bara ein leið opin, Suðurstrandarvegur. Hinar tvær leiðirnar, Nesvegur, sem liggur vestan frá Reykjanesvita, og Grindavíkurvegur (aðalleiðin) frá Keflavíkurvegi eru svo illa farnar eftir jarðskjálftanna að þær eru lokaðar þangað til viðgerðum er lokið. Mörg hús og götur í Grindavík eru illa farin eftir jarðskjálftahrinuna sem hefur staðið í fjóra daga. Eins kom í ljós að allt að meters djúpur sigdalur hefur myndast í vestanverðum bænum. Þrátt fyrir að það sé heldur rólega nú í Grindavík, þá eru enn miklar líkur á eldgosi, enn streymir kvika inn í 15 km langa sprungu sem liggur að hluta til undir bænum. Hvenær hraunið kemur upp, fer að gjósa. Það veit enginn.

Kort frá Veðustofu Íslands, blái liturinn sýnir sigdældina. Götur Grindavíkur, við sjóin til vinstri
Við Krýsuvík á leið að Suðurstrandarvegi til Grindavíkur
Skemmdir á Nesvegi rétt vestan við Grindavík
Öll umferð liggur í eina átt, til Grindavíkur
Bíll við bíl á leið til Grindavíkur
Stysta leiðin frá höfuðborgarsvæðinu til Grindavíkur, liggur nú um Kleifarvatn. Þar var fallegt í dag, og hér í þessum fjallskraga varð stór skjálfi að kvöldi 13. nóvember sem fannst vel um allt suðvesturhorn landsins

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjanes 13/11/2023 – A7C, A7R IV : FE 1.8/135mm GM, 2.5/40mm G

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0