Rými & tími

Á sýningu Önnu Guðjónsdóttur  HOLUR HIMINN HULIÐ HAF í King & Bang í Marshallhúsinu við vesturhöfnina í Reykjavík, sýnir hún ný verk gerð sérstaklega fyrir safnið. Hún virkjar sýningarrýmið til að búa til heild, þar sem veggir gluggar, hólf og gólf tala við verkin á veggjunum. Anna sem er alin upp á Þingvöllum og í Vogunum í Reykjavík, starfar í dag að mestu í Þýskalandi, í Hamborg og Glückstadt, en auðvitað með annan fótinn heima á Íslandi, og báða fæturnar í náttúrunni. Með verkum sínum leitast Anna að svara þeirri spurningu, hvernig hægt er að skilgreina sig sem hluta af náttúrunni í dag. Eins og standklukkan sem tekur á móti manni þegar gengið er inn í rýmið, talar við okkur á heila tímanum, í takt við jörðina, sem snýst um möndul sinn, alltaf og endalaust. Þarna hittast tíminn, himininn og hafið….  á sýningu Önnu Guðjónsdóttur. 

Anna Guðjónsdóttir, Kling & Bang
Anna Guðjónsdóttir, Kling & Bang
Anna Guðjónsdóttir, Kling & Bang
Anna Guðjónsdóttir, Kling & Bang
Anna Guðjónsdóttir, Kling & Bang
Anna Guðjónsdóttir, Kling & Bang
Marshallhúsið, Örfirisey, Reykjavík

Ljósmyndir & texti : Páll StefánssonReykjavík 25/04/2025 – A7C R, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.4/24mm GM