Alefli ehf. byggingaverktakar var stofnað í febrúar árið 1993 og hefur verið rekið og í eigu sömu aðila allt frá upphafi. Þeir eru húsasmíðameistararnir Arnar Guðnason og Þorsteinn Kröyer.
Uppgangur í byggingariðnaði og fjölgun viðskiptavina í gegnum árin varð til þess að fyrirtækið stækkaði og árið 2003 bættist Magnús Þór Magnússon, húsasmíðameistari, í hóp eigenda, en hann hafði starfað hjá fyrirtækinu um árabil.
Starfsmenn hafa margir hverjir starfað hjá fyrirtækinu til fjölda ára. Samanalagður starfsaldur helstu stjórnenda er því mjög hár samanborið við mörg önnur verktakafyrirtæki í byggingastarfsemi.
Alefli ehf. hefur víðtæka reynslu á verklegum framkvæmdum og segja má að á umliðnum árum hafi fyrirtækið ýmist byggt, breytt eða innréttað nánast allar gerðir húsnæðis og má þar nefna: íbúðir, hótel, verslunarhúsnæði, atvinnu- og skrifstofu-húsnæði sem og íþróttamannvirki.