Þingvangur ehf. sem stofnað var árið 2006 er verktakafyrirtæki þar sem eigandi, stjórnarmenn og lykilstjórnendur hafa áratuga reynslu úr verktakaiðnaði. Víðtæk reynsla úr flestum greinum verktakageirans og hefur m.a. byggt : Hótel, Skrifstofur, íbúðarbyggingar, Iðnarðabyggingar og verslunarkjarna. Félagið á einnig og leigir út hótelbyggingar og verslunarhúsnæði. Hjá Þingvangi starfa nú um 50 manns og hjá okkur starfar fjöldi undirverktaka.