Litla Gallerý – Tvíeyki

Rebekka Atla Ragnarsdóttir – Tvíeyki
28. september – 1. október 2023

Sýningin Tvíeyki fjallar um tvenndir og andstæðar samhverfur.
Mannveran er búin til úr sameiningu tveggja frumna og finna má óteljandi samhverfur í veröldinni allri. Getur verið að allt í kringum okkur sé skapað úr sameiningu tvenndar?
Tvíeyki er ástarbréf til andstæðna og aðdráttarafli þeirra, eins og tveir seglar sem geta ekki annað en smollið saman, loftbólur á leið upp úr vatni sem óumflýjanlega sameinast eða tveir einstaklingar sem finna hvort annað í hafsjó af fólki og verða ástfangin.
Rebekka Atla Ragnarsdóttir lauk bakkalárgráðu frá Háskóla Íslands í listfræði og stundar nú nám í ritlist á meistarastigi við sama skóla. Undir listamannanafninu RebAtla hefur hún haldið bæði samsýningar og einkasýningar á verkum sínum síðastliðin ár og rannsakar mannlegt eðli, heimspeki og samfélagið með myndlist, samhliða skrifum og öðrum skapandi störfum.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 28.september 18:00-20:00 og allir velkomnir.

Strandgata 19 220 Hafnarfjörður

[email protected]

litlagallery.is/


28.09 - 01.10 2023


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Akureyrarvaka 2023

   Akureyrarvaka 2023

   Akureyrarvaka 2023 Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29....

   Alfreð Flóki 1938 – 1987

   Alfreð Flóki 1938 – 1987

   Alfreð Flóki Nielsen myndlistarmaður (19. desember 1938 – 18. júní 1987) Alfreð Flóki sjálfmynd frá 1978 Far vel, Fl...
   Edda Halldórsdóttir

   Líðandin – la durée: Leiðsögn um sýninguna á Kjarvalsstöðum

   Líðandin – la durée: Leiðsögn um sýninguna á Kjarvalsstöðum

   Leiðsögn um sýninguna Líðandin – la durée með Eddu Halldórsdóttur, verkefnastjóra skráningar hjá Listasafni Reykjavíkur,...

   Margrét Elíasdóttir

   Margrét Elíasdóttir

     Eg fæddist á Blönduósi,en hef aldrei komið þangað síðan. Alveg frá fæðingu hefur verið mikill flækingur á mér," ...