Litla Gallerý – Tvíeyki

Rebekka Atla Ragnarsdóttir – Tvíeyki
28. september – 1. október 2023

Sýningin Tvíeyki fjallar um tvenndir og andstæðar samhverfur.
Mannveran er búin til úr sameiningu tveggja frumna og finna má óteljandi samhverfur í veröldinni allri. Getur verið að allt í kringum okkur sé skapað úr sameiningu tvenndar?
Tvíeyki er ástarbréf til andstæðna og aðdráttarafli þeirra, eins og tveir seglar sem geta ekki annað en smollið saman, loftbólur á leið upp úr vatni sem óumflýjanlega sameinast eða tveir einstaklingar sem finna hvort annað í hafsjó af fólki og verða ástfangin.
Rebekka Atla Ragnarsdóttir lauk bakkalárgráðu frá Háskóla Íslands í listfræði og stundar nú nám í ritlist á meistarastigi við sama skóla. Undir listamannanafninu RebAtla hefur hún haldið bæði samsýningar og einkasýningar á verkum sínum síðastliðin ár og rannsakar mannlegt eðli, heimspeki og samfélagið með myndlist, samhliða skrifum og öðrum skapandi störfum.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 28.september 18:00-20:00 og allir velkomnir.

RELATED LOCAL SERVICES