Safnahúsið – Vilt þú læra myndlæsi?

Safnahús
Sjónarafl – Vilt þú læra myndlæsi?
10. desember kl. 14:00 – 15:00

Listasafn Íslands og Listfræðifélagið hafa nú tekið höndum saman þar sem listfræðingar bjóða almenningi í Safnahúsið við Hverfisgötu að læra aðferðir myndlæsis. Gestir fá tækifæri til þess að skoða verk í safneign Listasafns Íslands og taka þátt í samræðum um verkin sem leiddar eru af listfræðingum.

Þátttakendur fá þannig lykla sem að auðvelda þeim að njóta hvaða myndlistar sem er. Komið og kynnist íslenskri myndlist, verið hjartanlega velkomin!

Í þetta skiptið mun Edda Halldórsdóttir fara fyrir hópnum. Edda er listfræðingur og hefur undanfarin sjö ár starfað hjá Listasafni Reykjavíkur í deild safneignar og rannsókna. Hún hefur sýningarstýrt ýmsum sýningum hjá safninu, m.a. sýningum í D-salarröð safnsins í Hafnarhúsinu og sýningum á verkum Jóhannesar S. Kjarvals á Kjarvalsstöðum.

Áður starfaði hún hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands, sem framkvæmdastjóri Sequences-myndlistarhátíðar, auk annarra verkefna á sviði myndlistar og listfræða. Edda situr í stjórn Listfræðafélags Íslands.

Óskað er eftir skráningu á þennan viðburð í gegn um netfangið [email protected] Takmarkaður fjöldi.

Hverfisgata 15 101 Reykjavík

515 9600

[email protected]

listasafn.is/


10. desember kl. 14


CATEGORIES


NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   Sýning myndarinnar Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur

   Sýning myndarinnar Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur

   Sýning myndarinnar Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur Fimmtudag 18. mars kl.  20.00 í Hafnarhúsi ...

   Bergþór Pálsson

   Bergþór Pálsson

   Bergþór Pálsson Hádegistónleikar í Hafnarborg – Bergþór Pálsson Þriðjudaginn 5. mars kl. 12 Þriðjudaginn 5. mars ...

   Reykjavík Jazz 2023

   Reykjavík Jazz 2023

   Reykjavík Jazz 2023 Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 23. – 27. ágúst 2023. Boðið verður upp á glæsilega fimm daga ...

   Håkan Groop í Litla Gallerý

   Håkan Groop í Litla Gallerý

   Håkan Groop í Litla Gallerý Dagana 5. - 7. ágúst n.k. verður sænski listamaðurinn Håkan Groop með sýningu í Litla Galle...