Sýningarspjall Jack Latham á lokadegi sýningarinnar Mál 214

Jack Latham

 

Sunnudaginn 14. janúar n.k. kl. 14 fer fram sýningarspjall með Jack Latham höfundi sýningarinnar Mál 214 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Aðgangur á spjallið er ókeypis. Gestir er hvattir til að koma og hlýða á Jack og virða jafnframt fyrir sér sýningu hans en henni lýkur um helgina. Spjallið fer fram á ensku.

Gullfiskur Erlu Bolladóttur

Gullfiskur Erlu Bolladóttur, mynd eftir Jack Latham

Um sýninguna:

„Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur kynnt sér málið frá ýmsum hliðum þess, hitt að máli marga þá sem koma við sögu og ljósmyndað sögusvið rannsóknarinnar. Efniviður sýningarinnar spannar allt frá lögregluskýrslum til samsæriskenninga, réttarvísinda og hugtaksins minnisvafaheilkenni. Latham setur fram spurningar um sönnunargögn og sannleika, vissu og óvissu, einkum út frá minninu og ljósmyndinni sem miðli. 

Jack Latham hlaut ljósmyndabókaverðlaunin Bar Tur Photobook Award árið 2015. Bók hans, Sugar Paper Theories, hefur að geyma sama efni og sýningin, en bókin var gefin út sameiginlega af Here Press og The Photographers’ Gallery.“

Mark Rawlinson

Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð 101 Reykjavík

411 6390

[email protected]

www.borgarsogusafn.is


14. janúar 2018 kl. 14:00


CATEGORIES

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   samtímalist frá danmörku

   Opnun: Samtímalist frá Danmörku

   Opnun: Samtímalist frá Danmörku

   23.02.−21.05.2018 Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku Verið velkomin á opnun sýningarinnar í Listasafni Reykjaví...

   Kristinn Pétursson (1896-1981)

   Kristinn Pétursson (1896-1981)

   Glaumbær í Skagafirði 1931.Kristinn Pétursson (1896-1981)  Kristinn Pétursson var listamaður sem á sínum tíma naut ta...

   Durgur 2018 tónlistarhátíð

   Durgur 2018 tónlistarhátíð

   Durgur, Tónlistarhátíð alþýðunnar verður haldin á Snæfellsnesi um páskana. Þar fjölbreytileikanum er fagnað, allskonar l...

   Hljóðön – Rapsódía

   Hljóðön – Rapsódía

   Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 Sunnudaginn 28. apríl kl. 20 fara fram síðari tónleikar Stirnis Ensemble á yfirstandandi...