Hendrikka Waage

Hendrikka Waage er fyrsti alþjóðlegi skartgripahönnuðurinn á Íslandi en vinsæl hönnun hennar samanstendur af glæsilegum, sláandi virðulegum skartgripum sem eru seldir á viðráðanlegu verði um allan heim. The Times valdi einn hringja hennar í hóp þeirra sex best hönnuðu kokteilhringja Bretlands.

Hendrikka ólst upp í Reykjavík, nálægt Esjunni  og fékk innblástur sinn frá lífrænni,  ósnortinni náttúru Íslands, eldfjöllum og mikilfenglegum jöklum. Reyndar fékk fyrsta skartgripahönnun hennar nafnið Esja, en þar má sjá stórbrotinn og hráan stíl sem minnir greinilega á íslenskt landslag.

Áhugamál Hendrikku er þó myndlist en hún hóf að mála fyrir rúmum þremur árum og hefur að undanförnu stundað nám við London Academy of Arts, samhliða starfi sínu sem skartgripahönnuður. Hafa málverk hennar notið mikilla vinsælda og vongóðir kaupendur þurft frá að hverfa.

 

iframe code

NEARBY SERVICES

  • Best of Iceland

    Best of Iceland
  • Related Articles